Um þróunarverkefnið GETA sem var skólaárið 2008-2009
Í GETA verkefnum unnum við með sem flestar hliðar af hugtakinu sjálfbær þróun til þess að efla umhugsun nemenda um umhverfið sitt og allan heiminn og setja það tvennt í samhengi.
Vinna okkar með GETA verkefnið féll vel að öðrum verkefnum sem unnin voru í skólanum. Við höfum unnið að Grænfánaverkefni í mörg ár og var GETA mjög gott framhald af því. Grænfáninn er unninn með Landvernd og við munum halda áfram að vinna það. Skógarverkefnin okkar falla einnig vel að GETA. Skógarverkefnið er unnið í samstarfi við Skógrækt ríkisins og heitir Kennsla í Þjóðskógi. Við höfum farið í skóginn með reglulegu millibili og unnið verkefni þar. Þangað tökum við ekki blað og blýant heldur vinnum við með efnivið úr skóginum. GETA hefur eflt skólann í skógarverkefninu. Samstarf okkar við Landgræðsluna um verkefni í Þjórsárdal hefur gengið mjög vel í mörg ár og er samspil á milli verkefna gott. Önnur stærri vekefni sem við höfum unnið í tengslum við GETAeru:
-
Jól í skókassa
-
Réttarþema
-
Landgræðsluverkefnið Hekluskógar
-
Veðurathugunarverkefni
-
Hjóladagur
-
Heimsókn í Ullarvinnsluna í Þingborg
-
Vettvangsferð í Sorpu
Mörg lítil verkefni hafa verið unnin í tengslum við GETA, hjá hvejum kennara fyrir sig. Hægt er að fá upplýsingar um það hjá kennurum.
Þegar verkefni var valið þurfti aðallega að hafa tvennt í huga. Verkefnið þurfti að vera í samræmi við námskrána en einnig var stuðst við greiningarlykil sem leiðbeinendur við Háskóla Íslands höfðu sett saman. Í greiningarlyklinum voru sjö flokkar sem við reyndum að taka mið af við útfærsluna á verkefninu. Þessir sjö flokkar eru:
-
Gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart náttúru og umhverfi
-
Þekking sem hjálpar til við að nota náttúruna skynsamlega er mikilvæg
-
Velferð og lýðheilsa
-
Lýðræði og geta til aðgerða
-
Jafnrétti og fjölmenning
-
Alheimsvitund/alþjóðavitund
-
Efnahagsþróun og framtíðarsýn
Allir kennarar sóttu námskeiðsdaga um GETU í Háskóla Íslands. Síðan var hópur myndaður innan kennarahópsins sem hélt utan um verkefnin. Í þeim hóp voru: Árdís, Bente, Bolette, Hafdís og Jenný.
Hægt að nálgst vefsíðu getaverkefnisins hér.