Stóra upplestrarkeppnin

Skólakeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldinn í Þjórsárskóla í morgun.

upplestrarkeppni-skolaurslit

Nemendur lásu sögu og sjálfvalið ljóð á sal skólans. Nemendur hafa verið að æfa upplestur og framkomu mikinn hluta vetrarins og hefur verið skemmtilegt að fylgjast með framförum þeirra, jafnvel milli daga. Skólakeppnin og lokahátíðin er endaspretturinn á verkefni hópsins. Dómarar í skólakeppninni voru Jenný Jóhannsdóttir og Halla Guðmundsdóttir. Þær völdu Margréti Hrund Arnarsdóttur og Katrínu Georgsdóttur  sem fulltrúa okkar á lokahátíð keppninnar. Varamaður þeirra verður Baldvin Eiríksson.  Lokahátíðin fer fram í Félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 11. mars kl. 15:00 og eru allir velkomnir á hátíðina. Á lokahátíð lesa fulltrúar allra 7. bekkja í uppsveitunum ljóð og sögu, Halla Guðmundsdóttir flytur ávarp,nemendur Tónlistarskóla Árnesinga flytja lög á milli lestrarverkefna og 5.-6. bekkur Þjórsárskóla kynnir nýsköpunarvinnu sína og verður með sýningu og prufu á bílum sem nemendur hafa hannað.  Lokahátíðin verður sannkölluð veisla og auðvitað verða veitingar til að hressa sig á.

Eldri fréttir