Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Mánudaginn 9. nóvember byrjuðum við á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan hjá sér og öðrum. Þennan dag fórum við að stað með „Vinaveggi“. Hengd voru upp í allar stofur skreytt umslög, mismunandi útfærsla eftir bekkjum. Fram að jólum ætlum við að leggja okkur fram við að hrósa hvert öðru og skrifa jákvæð skilaboð sem síðan eru sett í umslögin. Hægt er að senda á milli bekkja og starfsfólk tekur líka þátt í verkefninu.