Skólaslit

Skólaslit

Þriðjudaginn 2. júní voru skólaslit í Þjórsárskóla. Skólaslit voru óhefðbundnum hætti vegna aðstæðna í samfélaginu. Nemendur byrjuðu daginn í heimastofum með umsjónarkennurum, þar sem afhentur var vitnisburður og viðurkenningar. Þá var farið út í ratleik og þrautir og endað var á því að grilla saman. Bolette var úti með skólaslitin og afhenti  hátternisverðlaun fyrir góða félagslega færni. Á yngra stigi var það Jónas Þór sem fékk verðlaun og á eldra stiginu var það Eyþór Ingi. Óskum við þessum flottu fyrirmyndum  til hamingju.  Formlegri skólaslit voru síðan fyrir 7. bekkinn eftir hádegi og var foreldrum þeirra boðið.  7. bekkur var kvaddur og heldur nú áfram skólagöngu sinni í Flúðaskóla.

Skólasetning verður föstudaginn 21. ágúst.

Hér má sjá skóladagatal 2020 – 2021: {phocadownload view=file|id=382|target=s}

Hafið það sem allra best í sumar.