Stóra upplestrarkeppnin - Lokahátíðin á Flúðum 25. maí 2021 

Stóra upplestrarkeppnin - Lokahátíðin á Flúðum 25. maí 2021 

Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar var haldin á Flúðum. Nemendur frá fimm skólum í  uppsveitum og  Flóa kepptu til úrslita.  Tveir piltar úr Þjórsárskóla gerðu sér lítið fyrir og hrepptu 1. og  3. sætið. Eyþór Ingi Ingvarsson hlaut fyrsta sætið og Vésteinn Loftsson það þriðja. Þetta er frábær árangur og starfsfólk Þjórsárskóla er mjög stolt af strákunum okkar.