Litla upplestrarkeppnin

Litla upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 11.apríl var 4.bekkur með Litlu upplestarkeppnina en hún byggir á sömu humyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin sem 7.bekkur tekur þátt í. Rétt er að undirstrika það að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða betri í lestri í dag en í gær. Keppnin er haldin af frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samstafi við skólaskrifstofur, skóla og kennara.

Litla upplestrarkeppnin fór þannig fram að allir nemendur í 4.bekk lásu ljóð, sögur og málsættir. Höfundar texta sem lesinn var eru meðal annars Þórarinn Eldjárn, Ólafur Haukur Símonarson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Kristján Hreinsson. Tvö tónlistaratriði voru en Eyrún Huld nemandi í 6.bekk spilaði á fiðlu og Sigurjón Tristan nemandi í 4.bekk spilaði á gítar. Fulltrúar skólans í Stóru upplestarkeppninni Þórhildur og Sóldís lásu einnig ljóð sem þau fluttu í þeirri keppni.