Vegna hertra aðgerða í landinu vegna Covid – 19 þá viljum við minna á eftirfarandi:

  • Aðgengi utanaðkomandi aðila er takmarkað í skólanum. Foreldrar hafið samband símleiðis eða með tölvupósti ef þið eigið erindi í skólann.
  • Við höfum fengið þau tilmæli að halda skólastarfi eins óbreyttu og hægt er að svo stöddu.
  • Áhersla verður áfram á handþvott, sóttvarnir og þrif.
  • Morgunmatur verður áfram en með öðru sniði. Starfsfólk afgreiðir matinn á diskana hjá börnunum. Í boði verður: Hafragrautur, Kornflex, Þrjár gerðir af brauði (ekki ristað), fjórar gerðir af áleggi og ávextir.
  • Ef við erum með kvef eða flensueinkenni þá erum við heima.
  • Ef fjölskyldumeðlimur er í sóttkví/einangrun, vinsamlegast látið okkur vita og leitið ráða t.d. með því að hringja í 1700.