Páskaferð í skóginn

Síðasta skóladag fyrir páskafrí fórum við í skóginn þar sem unnið var á fjórum stöðvum, sem voru skipulagðar og stjórnað af nemendum í 5. – 7.bekk. Í undirbúningi var farið yfir með nemendum það helsta sem þeim fannst standa upp úr úr verkefnum í skóginum undanfarin ár og sem þau treystu sér til þess að kenna yngri nemendum. Þeim var síðan skipt í hópa eftir viðfangsefnum þar sem þau undirbjuggu og skipulögðu verkefnin. Stöðvarnar voru: tálgunarstöð, myndverk í náttúrunni, spurningarleikir og kofabygging. Kennarar voru til stuðning á stöðvunum og aðrir fylgdu yngri nemendum á milli stöðva.

5 bekkur lærði jafnframt að kveikja eld og aðstoða við morgunkaffið.

Í lokin var sungið og leitað af páskaeggjum.