Dagur gegn kynþáttamisrétti 21.mars

Dagur gegn kynþáttamisrétti 21.mars

Njótum þess að vera ólík og alls konar var yfirskrift dagsins. Kynþáttamisrétti var rætt í bekkjum skólans og mikilvægi þess að koma vel fram við alla. Allir starfsmenn og nemendur fóru síðan út, tóku höndum saman og mynduðum hring kringum fótboltavöllinn til þess að sýna samstöðu.