Náttúrufræði 1. - 4. bekkur
Á miðvikudögum vinnum við í blönduðum hópum í 1.-4.bekk. Áherslan hjá okkur hefur verið á umhverfið, sjálfbærni og vistheimt. Við byrjum yfirleitt á göngutúr þar sem við erum að skoða okkur um, plöntur, tré, fugla, veðrið, áttir og margt fleira. Við söfnuðum plöntum og laufum í haust sem við erum búin að þurrka, fórum út að grisja tré, nýttum greinarnar í jólaföndur og sem eldivið. Núna höldum við áfram og skoðum meira um fugla, sérkenni þeirra og fæðu og söfnun myndum af þeim fuglum sem eru í umhverfi okkar. Við ætlum líka að búa til öruggan stað fyrir fuglana til að borða á á skólalóðinni og búa til fuglafóður.