Skólabyrjun
Þjórsárskóli var settur föstudaginn 21. ágúst, á óhefðbundinn hátt, án foreldra. Skólinn byrjaði síðan samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst. Þetta skólaárið eru 45 nemendur í skólanum. Nemendur þurfa að koma með morgunnesti að heiman alla daga.
Vikan framundan:
Miðvikudagur 26. ágúst. 5.-7b. í landgræðslugferð á Skaftholtsfjall.
Fimmtudagur 27. ágúst. Allur skólinn í skógarferð allan daginn. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir eftir veðri og með nesti fyrir allan daginn. Skóla lýkur á venjulegum tíma kl. 14.30.
Föstudagur 28.ágúst. Útivera, leikir og stöðvavinna.