Sundkeppni skólans

Sundkeppni skólans

Sundmót Þjórsárskóla var haldið í þann 14. maí í Skeiðalaug. Keppendur stóðu sig vel og var mjög jafnt á milli nemenda. Vésteinn varð fyrstur í drengjaflokki, Magnús Arngrímur annar og Eyþór Ingi þriðji. Í stúlknaflokki var það Þórhildur sem sigraði, Þórkatla varð í öðru sæti og Svana Hlín í þriðja.

Nemendur fengu verðlaunapening að móti loknu en farandbikar verður afhendur á skólaslitum.

Endað var á sprelli og fatasundi miðstigs en allir nemendur fóru ofan í laug og tóku þau nokkra kennara með sér.