Vikan framundan

Miðvikudagur 23. nóvember - Sigríður Björg hjúkrunarfræðingur hér. Fimmtudagur 24. nóvember - Starfsdagur, nemendafrí. Nú er lúsin aftur komin upp í skólanum og því biðjum við ykkur um að kemba reglulega.

Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, þann 16.nóvember voru við með hátíð fyrir aðstandendur og gesti í Árnesi. Nemendur sýndu dansa, afrakstur vetrarins úr danstímum hjá Silju. Þá fengum við Grænfánann afhentan í 10. skiptið, Sigurlaug frá Landvernd kom og afhenti okkur hann. Þá sungu nemendur, fóru með ljóð og lásu Draugasögur...