Öskudagurinn
Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk í búningum í skólann. Fram til kl.10 voru nemendur í heimastofunum sínum þar sem teknar voru myndir, spjallað og sprellað. Þá var farið á öskudagsball í Árnes þar sem Jón Bjarnason lék fyrir dansi og kötturinn var sleginn úr tunnunum. Foreldrafélagið bauð upp á veitingar. Mikil gleði og mikið fjör.
Tunnurnar eru búnar til úr endurunnu efni og það eru nemendur í 4. og 7. bekk sem sjá um að skreyta þær ár hvert.
Myndir hafa verið settar inn á heimasíðuna.