Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni að degi íslenskrar tungu sem var á mánudaginn æfðu nemendur í 1.- 4. bekk sig í að koma fram og lesa upp texta. Ekki var hægt að bjóða foreldrum í skólann og því var brugðið á það ráð að taka upp myndband og senda á foreldra.

Nemendur í 1. og 2. bekk völdu sögu sem þau höfðu búið til í haust og lásu hana upp. Þeir aðstoðuðu síðan við að senda upplesturinn á foreldra sína.

Nemendur í 3. og 4. bekk unnu með Þjóðsögu, lærður línurnar sínar utan af og fluttu hana síðan. Flutningur nemenda var tekinn upp og settur á heimasíðu bekkjarins.