Árshátíð 2015

Árshátíð 2015

Föstudaginn 13. mars var árshátíð nemenda skólans haldin í Árnesi. Vikuna fyrir árshátíðina unnu nemendur og starfsmenn baki brotnu við gerð búninga, leikmynda og að skreytingum fyrir salinn, á milli þess sem þeir æfðu söng og leik. Dagskráin byggði á samtölum Jónasar Árnasonar við krakka fyrir 60 árum. Höfundur og leikstjóri var Halla Guðmundsdóttir. Hljómsveitarstjóri var Magnea Gunnarsdóttir, kórstjóri var Helga Kolbeinsdóttir og var hljómsveitin í höndum kennara og nemenda í Tónlistarskóla Árnesinga.

Fjölmargar myndir hafa verið settar á heimasíðu skólans bæði frá undirbúningi, æfingum og leiksýningunum. 

2015