Nýsköpun - Markaðsdagur
Hluti nýsköpunar kennslunnar hjá 5.- 7. bekk í vetur var að hanna vörur og markaðsetja þær. Nemendur stofnuðu fyrirtæki, gáfu því nafn og fundu síðan út hvaða vörur væri sniðugt að framleiða. Þeir þurftu að reikna út kostnaðinn af framleiðslu vörunnar og ákveða í framhaldi af því verðið á henni. Fimmtudaginn 9. maí var síðan markaðsdagur og aðstandendum boðið. Þar kynntu nemendur fyrirtækin sín og verkefni og opnuðu í framhaldi af því sölubása. Að lokum var gestum boðið upp á kaffi og með því.