Það er gaman að gleðja aðra
Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er til þess að heimili endurnýti fatnað og leikföng sem til eru heima fyrir en kaupi ekki allt nýtt. Gjafirnar fara til Úkraínu og er dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.