Skólaráð
Fulltrúar í skólaráði skólaárið 2025-2026
Guðmundur Finnbogason, skólastjóri – Formaður ráðsins
Gunnlaugur Ernst Hákonarson – Fulltrúi nemenda (miðstig) ( 2025-2027)
Kristín Ágústa Axelsdóttir – Fulltrúi nemenda (elsta stig) (2025-2027)
Elín Anna Lárusdóttir – Fulltrúi foreldra (2025-2027)
Þórdís Bjarnadóttir – Fulltrúi nærsamfélags (2025-2027)
Elin Margareta B Moqvist – Fulltrúi starfsfólks (2024-2026)
Helena Steinþórsdóttir – Fulltrúi kennara (2025-2027)
Sigríður B. Gylfadóttir – Fulltrúi Kennara (2025-2027)
Starfsreglur Skólaráðs Þjórsárskóla
Skólaráð Þjórsárskóla starfar samkvæmt 8. grein laga nr. 91/2008 um grunnskóla og Reglugerð nr. 1157 um skólaráð við grunnskóla. 1157/2008 – Reglugerð um skólaráð við grunnskóla.
Hlutverk og skipan
Við Þjórsárskóla starfar skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald.
Skólastjóri hefur forgöngu um stofnun skólaráðs Þjórsárskóla. Hann situr í skólaráði og stýrir starfi þess. Auk skólastjóra sitja í skólaráði tveir fulltrúar foreldra, tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks skólans, tveir fulltrúar nemenda og einn fulltrúi grenndarsamfélags. Staðgengill skólastjóra stýrir ráðinu í forföllum skólastjóra.
Verkefni skólaráðs
Skólaráð Þjórsárskóla tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.
Skólaráð Þjórsárskóla:
- fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið, þar með talið áætlun um skólaakstur
- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skólans og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar
- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið
- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda
- fjallar um skólareglur og umgengnishætti í skólanum
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað og aðstæður eru til
- tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Kosning skólaráðs
Skólaráð Þjórsárskóla er skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn. Miðað skal við að skipað sé í ráðið í upphafi skólaárs fyrir 15. september. Kosningum skal haga á eftirfarandi hátt:
- tveir fulltrúar kennara skulu kosnir á kennarafundi
- einn fulltrúi annars starfsfólks skal kosinn á starfsmannafundi þess
- tveir fulltrúar foreldra skulu kosnir samkvæmt starfsreglum foreldrafélags Þjórsárskóla
- tveir fulltrúar nemenda skulu kosnir samkvæmt starfsreglum nemendafélags skólans.
- skólaráð velur sér sjálft einn fulltrúa úr hópi íbúa í grenndarsamfélaginu.
Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Varamenn geta tekið sæti í skólaráði á einstökum fundum í forföllum aðalmanns. Varamaður tekur fast sæti við varanleg forföll eða missi kjörgengis aðalmanns, nema nýr sé kjörinn eða valinn í hans stað. Fulltrúi í skólaráði missir hæfi sitt til setu í ráðinu ef tengsl hans við skólann rofna.
Starfsáætlun
Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs og boðar reglulega til funda, eigi sjaldnar en 3 sinnum á skólaárinu. Að jafnaði 1-2 sinnum á haustönn og 2-3 sinnum á vorönn.
Skólaráð Þjórsárskóla setur sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn og er skólastjóri ábyrgur fyrir gerð starfsáætlunar. Skólastjóri kynnir drög að starfsáætlun á fyrsta fundi hvers skólaárs. Við skipulag starfsáætlunar skal sérstaklega tekið tillit til aðstæðna fulltrúa nemenda.
Skólaráð Þjórsárskóla heldur að lágmarki einn opinn fund á ári um málefni skólans fyrir aðila skólasamfélagsins. Markmið þessara funda er að ræða stefnumótun í starfi skólans og starfsumhverfi hans. Fundirnir skulu vera hluti af sjálfsmats- og þróunaráætlun skólans.
Ráðið starfar á starfstíma skóla en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skylt er að kalla saman fund ef þrír eða fleiri skólaráðsmenn óska þess.
Haldin er gerðabók um skólaráðsfundi Þjórsárskóla og liggja fundargerðir frammi í skólanum og á vef skólans.
Þátttaka nemenda í skólaráði
Fulltrúar nemenda Þjórsárskóla skulu ávallt eiga þess kost að taka þátt í starfi skólaráðs þegar fjallað er um velferðar- og hagsmunamál nemenda, árlega starfsáætlun skóla, aðrar áætlanir er varða skólahaldið og um meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla.
Fulltrúar foreldra í skólaráði Þjórsárskóla gæta hagsmuna nemenda þegar þeir, vegna aldurs eða þroska, geta ekki tekið þátt í störfum skólaráðs, sbr. 13. gr. laga nr. 91/2008 um grunnskóla og 1. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. Fulltrúar nemenda hafa þó ávallt rétt á að taka þátt í starfi skólaráðs Þjórsárskóla.
Ábyrgð fulltrúa í skólaráði
Skólaráðsfulltrúum er skylt að gæta trúnaðar varðandi upplýsingar um einstaklinga, nemendur, starfsmenn skóla eða annað sem þeir verða áskynja um í starfi sínu
Fulltrúar í skólaráði kynna starf ráðsins fyrir umbjóðendum sínum.
Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, foreldrafélags, kennarafundar, starfsmannafundar eða nemendafélags.
Sé lögum og reglum um grunnskóla eða áætlunum um skólahald ekki framfylgt að mati skólaráðs ber því að tilkynna það til menntamálaráðuneytisins enda hafi ábendingum þess til skólastjóra og/eða skólanefndar ekki verið sinnt.
Starfsáætlun skólaráðs
Fyrsti fundur skólaársins er um miðjan september:
- Farið yfir meðlimi ráðsins, fyrirkomulag funda og annað sem viðkemur starfsemi skólaráðs.
- Starfsáætlun
- Skólareglur
- Akstur skipulag
- Samstarf skóla, grænfáninn og önnur sérstök verkefni.
Fundur í lok október
- Fjárhagáætlun / rekstraráætlun
- Skólanámskrá
- Stefnur og áætlanir skólans skoðaðar
- Samstarf heimili og skóla
Fundur Febrúar
- Þróunarverkefni
- Innra mat og eftirlit með því, helstu niðurstöður sem komnar eru
Fundur í apríl – opinn fundur skólaráðs
- Skóladagatalið fyrir næsta skólaár
- Innra mat skólans, niðurstöður og áætlun fyrir næsta skólaár
- Verkefni líðandi vetrar skoðuðu
- Mönnun næsta árs (fyrstu drög)
Fundargerðir skólaráðs
2022-2023
2023-2024
2024-2025
2025-2026