Skólavistun

Skólavistun og Frístund
Boðið er upp á skólavistun fyrir nemendur í 1.-4. bekk frá skólalokum fram að þeim tíma er
skólabílar leggja af stað. Skólavistun er í boði mánudaga til fimmtudaga.

Skólavistun er
gjaldfrjáls og fá nemendur léttan kaffitíma um kl. 14:10.

Boðið er upp á frjálsan leik og
ýmiskonar smiðjur ásamt íþróttum á vegum Ungmennafélags Gnúpverja. Skrá þarf
nemendur sérstaklega í íþróttir og greitt er fyrir það til ungmennafélagsins.

Umsjónarmaður skólavistar og frístundar er Eydís Birta Þrastardóttir. Hægt er að hafa
samband við hana í síma 697-8629 eða með tölvupósti á eydisb@thjorsarskoli.is

Foreldrar eru beðnir um að láta vita ef nemendur í skólavist og/eða frístund mæta ekki.

Að lokinni skólavistun og þegar skólabílar hafa lagt af stað er boðið upp á frístund til
klukkan 16:00 fyrir þá nemendur sem þurfa á því að halda.

Skólavist og frístund eru í boði þá daga sem kennsla er. Hvorugt er í boði á föstudögum en
þá líkur skóladeginum klukkan 12:30.

Gjaldskrá og skilmálar fyrir frístund eru hér að neðan.

Tímasetningar skólavistunar og frístundar eru sem hér segir:
Mánudagar Þriðjudaga Miðvikudaga Fimmtudaga
13:25 – 14:05 Skólavist Skólavist Kennsla Skólavist
14:05 – 14:45 Frístund Skólavist Skólavist Skólavist
14:45 – 16:00 Frístund Frístund Frístund Frístund

 

Gjaldskrá og skilmálar fyrir frístund veturinn 2025-2026
1. Hægt er að skrá nemendur í frístund einn til 4 daga í viku. Miðað er við að
skráning gildi fyrir allar vikur fram að áramótum nema annað sé sérstaklega tekið
fram. Nemandi sem er t.d. skráður í frístund á mánudegi og miðvikudegi mætir
þá alla mánudag og miðvikudaga þá önnina og gjaldskrá tekur mið af því.
2. Gjald fyrir mánudaga er 745 krónur en aðra daga 486 krónur. (Gjaldskrá 2025).
3. Frístund fer fram í Þjórsárskóla en ekki er boðið upp á skólaakstur að henni
lokinni. Foreldrar þurfa að sækja börn sín í skólann ekki síðar en 16:00.
4. Ef foreldra sækja nemendur eftir klukkan 16:00 er gjaldið fyrir fyrstu 15
mínúturnar (náðarkorter) 716 krónur.
5. Taxti fylgir breytingum á gjaldskrá sveitarfélagsins.
6. Sækja þarf um breytingar á vistunartíma með minnst 30 daga fyrirvara.
Afsláttur af vistunargjöldum:
1. Systkinaafsláttur reiknast af vistunargjaldi og er 25% fyrir annað barn og 50%
fyrir þriðja barn. Systkinaafsláttur gildir á milli leikskóla og skólavistunar.
Afsláttur reiknast á elsta barnið. Skilyrði afsláttar er að börn hafi sama lögheimili
og fjölskyldunúmer í Þjóðskrá.
2. Einstæðir foreldrar: Veittur er afsláttur af vistunargjaldi fyrir einstæða foreldra,
25%.
3. Hefji einstætt foreldri sambúð skal það greiða hærra gjald frá þeim tíma sem
sambúð hefst. Slíti foreldrar sambúð, skal leggja fram vottorð frá sýslumanni til
að fá lækkun á gjaldi.
4. Ekki er hægt að fá bæði systkinaafslátt og afslátt sem einstætt foreldri.
5. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.