Samstarf
Samstarf við aðra skóla á svæðinu
Þjórsárskóli er í samstarfi við skóla á svæðinu í þeim tilgangi að auka flæði milli skóla, auka félagsleg tengsl nemenda og styrkja þekkingu innan skólans.
Samstarf við Flúðaskóla
Nemendur sveitarfélagsins, í 9.-10. bekk, sækja Flúðaskóla. Skólaakstur er úr sveitarfélaginu að morgni og heim í lok dags. Reynt er að skipuleggja skólaakstur þannig að skólabílar nýtist bæði Þjórsárskóla og Flúðaskóla sem setur tímaramma Þjórsárskóla ákveðnar hömlur. Skólareglur Þjórsárskóla gilda í skólabílum.
Vefsíða Flúðaskóla
Aðrir grunnskólar
Einn liður í samstarfi við aðra grunnskóla í uppsveitum eru smiðjur á mið- og unglingastigi. Nemendur fara fjórum sinnum á vetri í smiðjur þar sem stöðvavinna og/eða val er með fjölbreyttum verkefnum. Smiðjur eru haldnar í mismunandi skólum svo allir nemendur kynnast ólíkum skólum og svæðum. Smiðjur á miðstigi eru tvær klukkustundir í senn en smiðjur á unglingastigi eru eftir hádegi á fimmtudegi og allan föstudag. Smiðjur á unglingastigi koma í stað vals skv. aðalnámskrá. Deildarstjórar vinna með öðrum skólum í smiðjum.
Samstarf við leikskólann Leikholt
Skipulagt samstarf við leikskólann Leikholt er til fyrirmyndar. Elstu nemendur Leikholts koma á hverjum vetri í heimsókn í allt að 14-18 skipti yfir skólaárið. Heimsóknir eru skipulagðar af starfsmönnum beggja skólanna út frá ákveðnum þemum. Starfsmaður leikskóla fylgir leikskólanemendum í grunnskólann. Leikskólanemendur taka þátt í sem flestum kennslugreinum og aðstæðum sem 1. bekkur er í þann dag sem heimsóknin varir. Nemendur 1. bekkjar heimsækja leikskólann 2-3 sinnum fyrsta starfsárið sitt í Þjórsárskóla. Umsjónaraðilar samstarfsins er Haukur Vatnar Viðarsson fyrir leikskólann og Kristín Gísladóttir fyrir grunnskólann
Félagsmiðstöðin Zero
Með skólanum starfar Félagsmiðstöðin Zero. Hún er rekin sameiginlega af sveitarfélögunum Hrunamannahreppi og Skeiða – Gnúpverjahreppi og eru viðburðir haldnir í öllum þéttbýliskjörnum sveitanna tveggja. Ákveðin kvöld er akstur frá Árnesi og úr Brautarholti á viðburði hjá Zero. Einnig er samstarf um sameiginlega viðburði fyrir miðstig nemenda í Þjórsárskóla og Flúðaskóla.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur sinnir öllum akstri í tengslum við félagslíf eldri nemenda á Flúðum.
Tónlistarskóli Árnesinga
Tónlistarskóli Árnesinga kennir á hljóðfæri í Þjórsárskóla og þá eru nemendur sem eru í tónlistarskólanum teknir með leyfi foreldra út úr kennslustund. Tónlistarskólinn hefur eina stofu til umráða þegar kennsla er í skólnum.
Vefsíða Tónlistarskóla Árnesinga
Upplýsingar um leikskólann:
http://skeidgnup.is/efni/leiksk%C3%B3linn-leikholt
Skýrslur um samstarf:
Samstarf leik- og grunnskóla 2018-2019
Samstarf leik- og grunnskóla 2019-2020.
Samstarf leik- og grunnskóla 2020-2021.