Þriðjudaginn 26. mars var lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar haldin á Laugarvatni. Alls kepptu níu nemendur úr fimm skólum. Fyrir Þjórsárskóla kepptu Sóldís Dúna og Þórhildur. Báðar stóðu sig mjög vel. Sóldís spilaði líka á píanó fyrir viðstadda. Þórhildur hreppti annað sætið. Við erum mjög stolt af þeim árangri. Til hamingju Þórhildur.

 

 

Þriðjudagur - Stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekk.

Fimmtudagur - Leikskólinn í skólaheimsókn. Bekkjarkvöld hjá 6. og 7. bekk.

 

Skólinn er aflýst vegna veðurs.í dag föstudagur 22. mars

Njótum þess að vera ólík og alls konar var yfirskrift dagsins. Kynþáttamisrétti var rætt í bekkjum skólans og mikilvægi þess að koma vel fram við alla. Allir starfsmenn og nemendur fóru síðan út, tóku höndum saman og mynduðum hring kringum fótboltavöllinn til þess að sýna samstöðu.

Mánudagur - Hjördís Ólafsdóttir kemur inn sem afleysingarkennari fyrir Selmu.

Þriðjudagur - Tónlistarskólinn kemur í heimsókn í 1. - 2. bekk.

Miðvikudagur - Alþjóðlegi heilbrigðisdagurinn

Fimmtudagur - Dagur gegn kynþáttamisrétti