Síðustu dagar hafa verið fjölbreyttir og mikið um uppbrot og skemmtilegheit.  Jólahringekja var síðasta miðvikudag en þar unnu nemendur unnu í aldursblönduðum stöðvum þar sem áhersla var á sköpun og gleði. Kirkjurnar á Stóra - Núpi og Ólafsvöllum voru heimsóttar á fimmtudaginn, Tónlistarskóli Árnesinga var með uppákomur og alla dagana voru kennslustundir í jólabúningi.

Starfsfólk Þjórsárskóla óskar ykkur gleðilegrar jólahátíðar.

Fyrsti skóladagur eftir jólafrí er föstudagurinn 4. janúar.

          

 

 

 

10. desember - Tónlistarskólinn í heimsókn í 1. og 2.bekk

11. desember - 7. bekkur með upplestur í morgunkaffinu

12. desember - Jólahringekja. Ýmis konar föndur.

13. desember - Kirkjuheimsóknir

18. desember - Jólamatur

19. desember - Litlu jólin frá kl. 10-12

4.desember - Brautarholtssund hjá 6. - 7.b

5. desember - Jólaferð í skóginn

6. desember- Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk

7. desember - Jólasveinahúfudagur

Föstudaginn 7. desember var jólahúfudagur í Þjórsárskóla. Hér eru nokkrar myndir af jólasveinunum okkar.

  

Þjórsárskóli tók þátt í aðventuhátíð í Árnesi fyrsta sunnudag í aðventu. Nemendur skólans léku helgileik og sungu lög sem tengjast jólunum fyrir fullan sal af gestum. Í framhaldi af því tók við dagskrá sóknarnefndar sem einnig bauð upp á hátíðarkaffi. Falleg stund sem markar byrjun á jólaundirbúningi í sveitinni.