Þriðjudagur 9. apríl - Gróa hjúkrunarfræðingur hér. Bekkjarkvöld hjá 3.- 4.bekk.

Fimmtudagur 11. apríl - 1.- 4. bekkur í Leikholt á sýningu. Litla upplestrarkeppnin hjá 4. bekk kl. 13. 

Föstudagur 12. apríl - Páskaferð í skóginn. Síðasti skóladagur fyrir páska. 

 

Það ríkti mikil eftirvænting hjá nemendum í vikunni. Valgerður á Húsatóftum kom með útungunarvél í skólann og börnin fengu að fylgjast með litlum hnoðrum skríða úr eggjum. Takk fyrir Valgerður.

 

 

 

Þriðjudaginn 26. mars var lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar haldin á Laugarvatni. Alls kepptu níu nemendur úr fimm skólum. Fyrir Þjórsárskóla kepptu Sóldís Dúna og Þórhildur. Báðar stóðu sig mjög vel. Sóldís spilaði líka á píanó fyrir viðstadda. Þórhildur hreppti annað sætið. Við erum mjög stolt af þeim árangri. Til hamingju Þórhildur.

 

 

Þriðjudagur 2.apríl - Brautarholtssund.

Miðvikudagur 3. apríl - Nemendum í 1.-7.bekk boðið á leiksýningu á Flúðum.

Fimmtudagur 4. apríl - Nemendum í 5.-7.bekk boðið á leiksýningu unglingadeildar á Flúðum.

 

Þriðjudagur - Stóra upplestrarkeppnin hjá 7. bekk.

Fimmtudagur - Leikskólinn í skólaheimsókn. Bekkjarkvöld hjá 6. og 7. bekk.