Fimmtudagur 27. september 

Samræmt próf í 4. bekk - Íslenska

Vistheimtarverkefni 5.-7.bekkur. Farið á Skaftholtsfjall.

Föstudagur 28.september

Samræmt próf í 4. bekk - Stærðfræði

 

Í réttarvikunni voru unnin verkefni með nemendum sem tengjast réttum og hefðum í kringum réttirnar. Þá var sérstaklega rætt um það hvernig á að umgangst kindur í réttunum. Hér má sjá nokkrar myndir af verkefnum nemenda í réttarvikunni.

  

Skólasetning Þjórsárskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst. 

Miðvikudaginn 12. september var hjóladagur í Þjórsárskóla. Þá komu allir með hjól í skólann og farið var í hjólaferðir, mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum og með hjálma. 

Elsti hópur leikskólans hefur komið reglulega til okkar í vetur,  ásamt kennara sínum og verið að vinna ýmis skólaverkefni með 1. og 2. bekk. Þemað eftir jól var víkingatímabilið. Við hlustuðum á margar skemmtilega þjóðsögur um víkinga sem tengjast sveitinni okkar og allir fengu að búa til og hanna mynd á skjöld. Hér sjást börnin sæl með afraksturinn.