Sundmót Þjórsárskóla var haldið í þann 14. maí í Skeiðalaug. Keppendur stóðu sig vel og var mjög jafnt á milli nemenda. Vésteinn varð fyrstur í drengjaflokki, Magnús Arngrímur annar og Eyþór Ingi þriðji. Í stúlknaflokki var það Þórhildur sem sigraði, Þórkatla varð í öðru sæti og Svana Hlín í þriðja.

Nemendur fengu verðlaunapening að móti loknu en farandbikar verður afhendur á skólaslitum.

Endað var á sprelli og fatasundi miðstigs en allir nemendur fóru ofan í laug og tóku þau nokkra kennara með sér.

    

Þriðjudagur 14/5 - Sundkeppni skólans frá kl. 10-12. Allir koma með sundföt.

Miðvikudagur 15/5 - Skógarferð fyrir hádegi. Þema ferðarinnar er stærðfræði. Bekkjarkvöld 1.-2. bekkur frá kl. 17-19.

Fimmtudagur 16/5 - Skólahópur Leikholts hjá okkur allan daginn. 

 

Mánudagur 6. maí - Skólaráðsfundur

Miðvikudagur 8. maí - Gróa hjúkrunarfræðingur kemur og miðstigsgleði í Flúðaskóla hjá 5.-7.bekk.

Fimmtudagur 9. maí - Skólahópur Leikholts í skólanum ásamt foreldrum þeirra. Nýsköpunarmarkaður hjá 5.-7. bekk kl. 13.10.

 

 

Hluti nýsköpunar kennslunnar hjá 5.- 7. bekk í vetur var að hanna vörur og markaðsetja þær. Nemendur stofnuðu fyrirtæki, gáfu því nafn og fundu síðan út hvaða vörur væri sniðugt að framleiða. Þeir þurftu að reikna út kostnaðinn af framleiðslu vörunnar og ákveða í framhaldi af því verðið á henni. Fimmtudaginn 9. maí var síðan markaðsdagur og aðstandendum boðið. Þar kynntu nemendur fyrirtækin sín og verkefni og opnuðu í framhaldi af því sölubása. Að lokum var gestum boðið upp á kaffi og með því. 

Fimmtudaginn 11.apríl var 4.bekkur með Litlu upplestarkeppnina en hún byggir á sömu humyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin sem 7.bekkur tekur þátt í. Rétt er að undirstrika það að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða betri í lestri í dag en í gær. Keppnin er haldin af frumkvæði áhugafólks um íslenskt mál í samstafi við skólaskrifstofur, skóla og kennara.

Litla upplestrarkeppnin fór þannig fram að allir nemendur í 4.bekk lásu ljóð, sögur og málsættir. Höfundar texta sem lesinn var eru meðal annars Þórarinn Eldjárn, Ólafur Haukur Símonarson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Kristján Hreinsson. Tvö tónlistaratriði voru en Eyrún Huld nemandi í 6.bekk spilaði á fiðlu og Sigurjón Tristan nemandi í 4.bekk spilaði á gítar. Fulltrúar skólans í Stóru upplestarkeppninni Þórhildur og Sóldís lásu einnig ljóð sem þau fluttu í þeirri keppni.