Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af vinnu okkar með sjálfbærni. Þetta felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er til þess að heimili endurnýti fatnað og leikföng sem til eru fyrir en kaupi ekki allt nýtt. Gjafirnar fara til Úkraínu og er dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Hér má sjá mynd af nemendum við afhendingu kassana. 

Þriðjudaginn 9. október mynduðu nemendur og starfsmenn skólans hring í Vinaminni og stóðu með lokuð augun og hendur á brjósti í 3 mínútur.  Um 5000 nemendur frá yfir 50 skólum á landinu tóku þátt í þessari friðarstund. Veðrið var frábært og róin og  kyrrðin sem þetta skapaði var yndisleg. 9. október var afmælisdagur John Lennon og dagurinn sem Friðarsúlan er tendruð í Viðey fyrir von um frið í heiminum.

 

 

Þriðjudagur 2. október

6.-7.bekkur í Brautarholtssund

Fimmtudagur 4. október

Skólaheimsókn elstu barna í Leikholti.

Föstudagur 5. október

Kennaraþing - Engin kennsla. 

 

Mánudagur 15. október

Heimsókn frá Skáld í skólum

Fimmtudagur 18.október

5.-7.bekkur í heimsókn í Búrfellsvirkjun

Föstudagur 19. október

Starfsdagur kennara, ekki skóli

Mánudagur 22. október

Starfsdagur kennara, ekki skóli

Þriðjudagur 23. október

Foreldradagur, foreldrar mæta með börnin sín í viðtöl til umsjónarkennara.

Elstu nemendur skólans vinna nú að endurbótum á skólalóðinni. Búa til skjólveggi með því að endurnýta efnivið, garðúrgang og gamla girðingastaura sem annars hefðu farið í ruslið.

Þeir rækta líka karteflur sem notaðar eru í  mötuneytinu.

Nú í lok september fór sami hópur upp á Skaftholtsfjall til að halda áfram með Vistheimtarverkefni. Þá voru afgirtu reitirnir teknir út og tilraun skoðuð. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Landvernd.

Þessi verkefni eru hluti af lotu í umhverfismennt.