Skólasetning Þjórsárskóla verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 14-15. Þá koma foreldrar með börnum sínum, skólastjóri setur skólann og síðan verða stuttar kynningar í skólastofum. Enginn skólaakstur þennan dag. 

Búið er að setja skipulagið á skólaakstri inn á heimasíðuna, undir flipanum skólaakstur, hér til hliðar. 

 

Skólasetning 21. ágúst 2019

Þann 22. maí fórum við inn í skóginn okkar. Markmiðin með þessari ferð voru:

Að nemendur :

  • Geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og taki þátt í skólahlaupi
  • Nýti náttúruna til afþreyingar
  • Komi með réttan útbúnað og viðeigandi klæðnað

Nemendur byrjuðu á því að taka þátt í skólahlaupinu og hlupu mislangar vegalengdir eftir aldri. Eftir hlaupið fengu allir að sulla í Sandá í góða veðrinu.  

  

Þriðjudagur - Vorferðir nemenda

Miðvikudagur - Vordagur í skólanum. Koma með sundföt. 

Fimmtudagur - Frídagur

Föstudagur - Skólaslit kl. 11. Gott væri að mæta aðeins fyrr til þess að skoða sýningu á verkum nemenda. 

Þriðjudagur 21. maí - Nemendur í 5.-7. bekk fara á Skaftholtsfjall í landgræðslu.

Miðvikudagur 22. maí - Norræna skógarhlaupið og sull. Koma þarf með aukaföt, handklæði og skó til þess að vaða í litlum bakpoka. Skólinn sér um nesti. 

Fimmtudagur 23. maí - 7. bekkur í skólaheimsókn í Flúðaskóla allan daginn. 

Föstudagur 24. maí - Bekkjarmyndataka í 1, 5 og 7. bekk.