Þriðjudagur 6. október - Brautarholtssund hjá 6.-7.bekk. Fatasund.

Miðvikudagur 7. október - Skólaskoðun hjúkrunarfræðings hjá 1.bekk.

Fimmtudagur 8. október - Nýsköpun tekur við af danskennslu næstu 4 vikur. 

 

Miðvikudagur 30. september - Samræmt próf í íslensku hjá 4.bekk

Fimmtudagur 1.október - Samræmt próf í stærðfræði hjá 4.bekk

Þann 9. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum. 

Í vikunni fyrir réttir voru unnin margs konar verkefni um réttir og fjallferðir hjá öllum bekkjum. 1.-2. bekkur bjó t.d. til kindur, flettu upp í markaskránni og settu „sitt“ bæjarnúmer í eyrun á þeim.

 

Nemendur Þjórsárskóla tóku þátt í „Sumarlestri“ og var þátttakan frábær en 39 af 45 nemendum skólans tóku þátt. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn. Að hausti er veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu.