Annað hvert ár fer skólinn í skauta og menningarferð. Þann 5. febrúar héldum við til Reykjavíkur í þessa ferð. Við byrjuðum í Egilshöll að skauta og fórum síðan að skoða íshellana í Perlunni. Þetta var vel heppnuð ferð og nemendur til fyrirmyndar.

Þriðjudagur 11.febrúar - Tónlistarskólinn í heimsókn hjá 1.- 2.bekk.

Miðvikudagur 12. febrúar - Hjúkrunarfræðingur í skólanum fram að hádegi.

Fimmtudagur 13.febrúar - Skólahópur Leikholts með 1.- 2.bekk. 

Vetrarfrí 17. og 18. febrúar og starfsdagur 19. febrúar. Þessa daga er ekki skóli. 

 

Mánudagur 20/1 - Bekkjarkvöld 6.- 7.bekkur. 18.30 - 20.30.

Miðvikudagur 22/1 - Allir bekkir í íþróttir þennan dag.

Fimmtudagur 23/1 - Skólahópur Leikholts með 1.- 2.bekk.

Við í 1. og 2. bekk héldum hátíð í tilefni þess að vera búin að vera 100 daga í skólanum. Í rúma viku unnum við á fjölbreyttan hátt með töluna 100. Æfðum tugi og einingar með því að búa til kórónur með 100 demöntum, gerðum myndir af okkur 100 ára, púsluðum 100 hlutum af okkur sjálfum, lásum 100 orð og skrifuðum sögur.

 

 

Myndir af fjölbreyttri vinnu í 5.-7. bekk. Stærðfræðistöðvar og lært um tvívíð form.