Í október fengum við heimsókn í skólann. „Hávísindalegar og trylltar tilraunir“. Linda Ólafsdóttir, teiknari og barnabókahöfundur og Vilhelm Anton Jónsson, leikari, söngvari og barnabókahöfundur komu til okkar með líflega kynningu á sögugerð þar sem ýmindunaraflið fékk að njóta sín.

 

Þriðjudagur 22. október - Skáld í skólum

Fimmtudagur 24. október - Leikholt, skólaheimsókn

Föstudagur 25. október - Bangsa og náttfatadagur 

 

Fimmtudagur 17. október - Leikholt í skólaheimsókn og bekkjarkvöld 5. bekkur. 

Nú styttist í verkefnið okkar Jól í skókassa. Sjá vikupistil frá umsjónarkennurum. 

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og mættum í bleiku fimmtudaginn 10. október.

 

Í sumar var sjöunda árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en þetta árið tóku 41 af 47 nemendum þátt, sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn.  Að hausti er veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu og þetta árið fengu börnin stuttermaboli merkta skólanum, verðlaunapening og Andrésblað.