Nemendur hafa undanfarna daga fengið kennslu á grunnatriðum í forritun. Kennt er í gegnum leiki og hafa nemendur nú unnið að því að búa til sína eigin leiki. Hér sjáum við Högna sem hefur farið mikið fram á stuttum tíma og er hann að kenna jafnöldrum sínum hvernig þau geti klárað leikina sína.

Mánudagur 24. febrúar - Bolludagur, nemendur mega koma með bollu með morgunkaffinu. Upplestrarkeppnin 7.b. innan skólans.

Þriðjudagur 25. febrúar - Tónlist fyrir alla

Miðvikudagur 26.febrúar - Öskudagur. Nemendur mæta í búning og fara heim á hádegi. 

Annað hvert ár fer skólinn í skauta og menningarferð. Þann 5. febrúar héldum við til Reykjavíkur í þessa ferð. Við byrjuðum í Egilshöll að skauta og fórum síðan að skoða íshellana í Perlunni. Þetta var vel heppnuð ferð og nemendur til fyrirmyndar.

Skólahald fellur niður á morgun föstudag vegna slæmrar veðurspár, en Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi um allt land. 

Þá minni ég á vetrarfrí og starfsdag í næstu viku, 17.-19. febrúar. Næsti skóladagur er því fimmtudaginn 20. febrúar.

Þriðjudagur 11.febrúar - Tónlistarskólinn í heimsókn hjá 1.- 2.bekk.

Miðvikudagur 12. febrúar - Hjúkrunarfræðingur í skólanum fram að hádegi.

Fimmtudagur 13.febrúar - Skólahópur Leikholts með 1.- 2.bekk. 

Vetrarfrí 17. og 18. febrúar og starfsdagur 19. febrúar. Þessa daga er ekki skóli.