mynd 1

Miðvikudaginn 17. desember fengum við góða gesti úr ART teymi Suðurlands til okkar í heimsókn. Kolbrún, Sigríður og Bjarni veittu skólanum ART vottun. Nú eru allir umsjónarkennarar búnir að fara á réttinda námskeið, ART tímar eru fastir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og ART er sýnilegt í námskrá og skipulagi skólastarfsins.  

Hafdís kennari sagði frá þróun okkar í ART kennslu síðan 2008. Þá sagði nemandi í 5. bekk frá reynslu sinni af ART og hvernig hann hefur notað þær aðferðir til þess að hjálpa sér og bæta sig í samskiptum.

Sigrún, heimilisfræðikennari sá um veitingar og allir nemendur skólans höfðu lagt sitt af mörkum í undirbúningi. Þá hafði t.d. hver árgangur bakað eina smákökusort og því var boðið upp á 7 tegundir af jólasmákökum og heitt kakó.

Við erum mjög stollt af skólanum okkar. 

Jólaferð2  Jólaferd 1

Þriðjudaginn 9. desember fórum við í jólaferðina okkar inn í skóg. Þegar við komum inn að skýlinu okkar, fundum við þar sofandi jólasvein sem hraut ansi hátt. Hann var hinn glaðasti með að hitta okkur og við sungum með honum og dönsuðum í kringum jólatré. Þá fórum við í leiki og þrautir og fengum okkur síðan heitt kakó og lummur sem búnar voru til á eldstæðinu í skóginum. Við enduðum á því að safna efniviði sem við ætlum að nota í skólanum og sumir fóru með foreldrum sínum að velja jólatré. 

Í lok október (27.-31.) ætlum við að vinna verkefni um jól í skókassa, eins og undanfarin ár. Það væri gott að fara að huga að skókössum. Ef þið eigið kassa væri gott að fá þá í skólann sem fyrst. Það gefur okkur tækifæri til þess að skreyta kassana.

Upplýsingar um verkefni er að finna á vefsíðunnar  http://www.kfum.is/category/aeskulydsstarf/skokassar/

Þjórsárskóli tekur þátt í landsleik í lestri.  Við höfum skráð öll börn skólans sem og starfsmenn til leiks.  Landsleikurinn gengur út á það að lesa daglega.  Það eru ekki skráðar bls. sem við lesum heldur verður tíminn sem fer í það að lesa skráður.  Við skráum hvaða bækur börnin eru að lesa og höldum utan um skráninguna.  Við hvetjum ykkur til að hjálpa börnunum og okkur í þessari keppni.  Allar nánari upplýsingar um landsleikinn er inn á síðunni: http://www.allirlesa.is/