Fimmtudagur 17. október - Leikholt í skólaheimsókn og bekkjarkvöld 5. bekkur. 

Nú styttist í verkefnið okkar Jól í skókassa. Sjá vikupistil frá umsjónarkennurum. 

Í sumar var sjöunda árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en þetta árið tóku 41 af 47 nemendum þátt, sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn.  Að hausti er veitt viðurkenning fyrir þátttöku í verkefninu og þetta árið fengu börnin stuttermaboli merkta skólanum, verðlaunapening og Andrésblað.

 

Allur skólinn fór upp á Skaftholtsfjall 2. október í góðu veðri. Nemendur unnu að landgræðsluverkefnum, mismunandi eftir aldri. Yngri nemendur dreifðu úr rúllur sem landbótafélagið útvegaði okkur og skít á víðiplöntur. Elsti hópurinn skoðaði og skráði gróður í tilraunareitunum. Í alla staði vel heppnuð ferð.

  

Fimmtudagur 10. október - Bleikur dagur, tileinkaður baráttunni við brjóstakrabbamein.

Föstudagur 11. október - Kennaraþing. Nemendafrí.

Þriðjudagurinn 1. okt. Brautarholtssund hjá 6.-7. bekkur

Miðvikudagurinn 2. okt. landgræðsluferð eftir hádegi