Blár apríl er árlegt vitundarátak Styrktarfélags barna með einhverfu. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Rétt eins og blæbrigði litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á rófinu með öllum þeim áskorunum sem fylgja einhverfu.

Við í Þjórsárskóla tókum þátt í átakinu og allir mættu í einhverju bláu föstudaginn 10. apríl.1

1  2

3  4

Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk í búningum í skólann. Fram til kl.10 voru nemendur í heimastofunum sínum þar sem teknar voru myndir, spjallað og sprellað. Þá var farið á öskudagsball í Árnes þar sem Jón Bjarnason lék fyrir dansi og kötturinn var sleginn úr tunnunum. Foreldrafélagið bauð upp á veitingar.  Mikil gleði og mikið fjör.

Tunnurnar eru búnar til úr endurunnu efni og það eru nemendur í 4. og 7. bekk sem sjá um að skreyta þær ár hvert.

Myndir hafa verið settar inn á heimasíðuna.

Jólaferð2  Jólaferd 1

Þriðjudaginn 9. desember fórum við í jólaferðina okkar inn í skóg. Þegar við komum inn að skýlinu okkar, fundum við þar sofandi jólasvein sem hraut ansi hátt. Hann var hinn glaðasti með að hitta okkur og við sungum með honum og dönsuðum í kringum jólatré. Þá fórum við í leiki og þrautir og fengum okkur síðan heitt kakó og lummur sem búnar voru til á eldstæðinu í skóginum. Við enduðum á því að safna efniviði sem við ætlum að nota í skólanum og sumir fóru með foreldrum sínum að velja jólatré. 

mynd 1

Miðvikudaginn 17. desember fengum við góða gesti úr ART teymi Suðurlands til okkar í heimsókn. Kolbrún, Sigríður og Bjarni veittu skólanum ART vottun. Nú eru allir umsjónarkennarar búnir að fara á réttinda námskeið, ART tímar eru fastir á stundatöflum nemenda, starfsfólk skólans hefur fengið kynningu, og ART er sýnilegt í námskrá og skipulagi skólastarfsins.  

Hafdís kennari sagði frá þróun okkar í ART kennslu síðan 2008. Þá sagði nemandi í 5. bekk frá reynslu sinni af ART og hvernig hann hefur notað þær aðferðir til þess að hjálpa sér og bæta sig í samskiptum.

Sigrún, heimilisfræðikennari sá um veitingar og allir nemendur skólans höfðu lagt sitt af mörkum í undirbúningi. Þá hafði t.d. hver árgangur bakað eina smákökusort og því var boðið upp á 7 tegundir af jólasmákökum og heitt kakó.

Við erum mjög stollt af skólanum okkar. 

Þjórsárskóli tekur þátt í landsleik í lestri.  Við höfum skráð öll börn skólans sem og starfsmenn til leiks.  Landsleikurinn gengur út á það að lesa daglega.  Það eru ekki skráðar bls. sem við lesum heldur verður tíminn sem fer í það að lesa skráður.  Við skráum hvaða bækur börnin eru að lesa og höldum utan um skráninguna.  Við hvetjum ykkur til að hjálpa börnunum og okkur í þessari keppni.  Allar nánari upplýsingar um landsleikinn er inn á síðunni: http://www.allirlesa.is/