Dagur isl tungu1  Dagur isl tungu2

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 16. nóvember með skemmtun í Árnesi. Nemendur sungu, fóru með ljóð um náttúruna og Þjórsárskóli tók á móti Grænfánanum í 7 skipti. Í lokin var síðan danssýning þar sem nemendur skólans sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í danstímum hjá Silju í haust. 

 

5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti.  Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur.  Við byrjuðum á því að nemendum var skipt í hópa.  Hóparnir settu nýtt band umhverfis hvern reit og ný flögg og svo nýjar spýtur ef þær gömlu voru orðnar lúnar.  Síðan var skít dreift á ákveðna tilraunareiti. Nemendur voru röggsamir og vinnan gekk fljótt og vel fyrir sig.  

 

Miðvikudaginn 6. apríl var nemendum í 1.-4. bekk boðið að koma á leiksýningu í Leikholt, hjá Leikhópnum Lottu. Þar sýndu ævintýrapersónurnar Hrói Höttur, Þyrnirós og Bárður okkur brot af því besta úr ýmsum leiksýningum og mikið var um gleði söng og sprell. Eftir sýninguna fengu börnin að knúsa sína uppáhalds ævintýrapersónu. Takk fyrir að bjóða okkur Leikholt. 

1 2

Þessa vikuna eru nemendur í 6. og 7. bekk skólans á Reykjum. Allt gengur ljómandi vel og við fáum síðan ferðasögu eftir helgi.

Föstudaginn 11. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var hún helguð indjánum og landnemum.

Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var í aldursblönduðum hópum á stöðvum í viku fyrir árshátíðina. Stöðvarnar voru: búningagerð, höfuðskraut og skart, veggmyndir og sviðsmynd. Þá voru söngtextar og leikrit einnig æfð daglega.

Höfundur og leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir

Kórstjóri: Helga Kolbeinsdóttir

Hljómsveitarstjóri: Magnea Gunnarsdóttir

Hljóðfæraleikarar: Nemendur skólans

Á heimasíðu skólans má nú finna myndir frá undirbúningsvinnunni og árshátíðinni sjálfri.