Í réttarvikunni voru unnin verkefni með nemendum sem tengjast réttum og hefðum í kringum réttirnar. Þá var sérstaklega rætt um það hvernig á að umgangst kindur í réttunum. Hér má sjá nokkrar myndir af verkefnum nemenda í réttarvikunni.

  

Miðvikudaginn 12. september var hjóladagur í Þjórsárskóla. Þá komu allir með hjól í skólann og farið var í hjólaferðir, mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum og með hjálma. 

Elsti hópur leikskólans hefur komið reglulega til okkar í vetur,  ásamt kennara sínum og verið að vinna ýmis skólaverkefni með 1. og 2. bekk. Þemað eftir jól var víkingatímabilið. Við hlustuðum á margar skemmtilega þjóðsögur um víkinga sem tengjast sveitinni okkar og allir fengu að búa til og hanna mynd á skjöld. Hér sjást börnin sæl með afraksturinn.

Skólasetning Þjórsárskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst. 

Sævar Helgi Bragason sem er m.a. bókahöfundur og ritstjóri stjörnufræðivefsins, kom í skólann þriðjudaginn 20. febrúar með skemmtilega fræðslu um Himingeiminn. Nemendur voru virkir þátttakendur og spurðu margra spurninga. Kynnti hann t.d. fyrir þeim forritið Stellarium. Heimsókn hafs hefur ýtt undir enn frekari áhuga á stjörnufræði.