Við í 1.- 4.bekk ætlum að vinna markvisst með að auka orðaforðann okkar í vetur. Lögð eru inn 3 orð á viku í íslensku sem við vinnum síðan með yfir vikuna í skólanum. Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu verkefni með okkur, nota orðin með börnunum heima og taka eftir því og hrósa þeim þegar þau nota orðin.  

Föstudaginn 29. sept. hélt 5. 6. og 7. bekkur á Skaftholtsfjall.  Fulltrúi Landgræðslunnar Anna Sigríður Valdimarsdóttir hitti okkur þar.  Við skoðuðum tilraunareitina sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár.  Við tókum upp tepoka sem við höfðum sett niður síðasta vor.  Tepokarnir verða sendir erlendis til rannsóknar og hvernig niðurbrot er í þeim.  Gengið var á fjallið og heim aftur.  

Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 21. ágúst kl 14:00

Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir:

1.-4. Bekk 14:15 – 14:45

5.-7. Bekk 14:45 – 15:15

 Það er ekki skólaakstur.

Frétt um hjóladagurinn okkar á 

http://www.gongumiskolann.is/

 

Á þriðjudaginn 30. maí eru skólaslit kl 11:00 í Árnesi. Það er ekki skólaakstur.