Nú erum við búin að bæta aðstöðu nemenda á sameiginlegu innisvæði. Gott borðtennisborð er á svæði nemenda, sófi og tímarit til þess að skoða. Nýlega var keypt fótboltaspil þar sem 4 geta spilað í einu og hefur það vakið mikla lukku meðal allra nemenda.

Þriðjudagur 13. nóvember

- Úttekt á Grænfána

Miðvikudagur 14. nóvember

- 1.bekkur í Leikholt fram að hádegi

- Æfing fyrir Dag íslenskrar tungu

Fimmtudagur 15.nóvember 

- Hátíð kl 13.00 í Árnesi. Allir velkomnir. 

 

Vikan framundan

Þriðjudagur 6. nóvember - 6. og 7. bekkur syndir í Brautarholti

Miðvikudagur 7. nóvember - Tónlistarskóli Árnesinga kemur með hljóðfærakynnngu fyrir 1. og 2. bekk

Fimmtudagur 8. nóvember - Dagur gegn einelti

 

Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu í baráttunni gegn einelti með því að mynda vinakeðju og búa til kærleikstákn skólalóðinni. Við byrjuðum daginn á samverustund, allir fengu græn fyrirliðabönd á handlegg sinn sem á stóð vinur. Við ætlum að taka höndum saman og vera fyrirliðar í vináttu alla daga. Vikuna áður hafði starfsfólk og nemendur fengið upprifjun á Olweus og unnin voru mörg verkefni sem prýða nú skólann.  

   

Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af vinnu okkar með sjálfbærni. Þetta felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er til þess að heimili endurnýti fatnað og leikföng sem til eru fyrir en kaupi ekki allt nýtt. Gjafirnar fara til Úkraínu og er dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt. Hér má sjá mynd af nemendum við afhendingu kassana.