Nú er lokið skáklotu sem stóð yfir í 3 vikur hjá nemendum í 1. – 7. bekk. Endaði hún á skákmóti innan kennsluhópanna. Á myndunum má sjá nemendur í fyrstu 5 sætunum í hverjum hóp. Þeir sem voru stigahæðstir fengu verðlaunagrip. Umsjón með skáklotunni hafði Lilja Loftsdóttir.

Engin akstur og skóli í dag vegna hálku.

 

Fimmtudagur 31. janúar - Leiklistarlota hefst. Umsjón: Halla Guðmundsdóttir.

 

Vegna veðurs verða nemendur keyrðir heim kl 12:00.

Þegar frosthörkur verða miklar þá er erfitt fyrir litlu smáfuglana að finna sér æti. Nemendur í 3.-4. bekk eru í útivist einu sinni í viku með Selmu kennara og hafa þau nýtt tímann í að búa til fuglafóður með kókosolíu og fræjum. Úti í 9 stiga frosti söfnuðust börnin saman fyrir framan skólann og tóku saman fuglamatinn sem þau höfðu búið til. Sumt af matnum var hengt upp í tré og annað var dreift ofan á nærliggjandi garðbekk. Árangurinn lét ekki á sér standa því fljótlega voru litlu vinirnir komnir í veisluborðið og tóku hresslega til matarins, börnunum til mikillar gleði.