Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er til þess að heimili endurnýti fatnað og leikföng sem til eru heima fyrir en kaupi ekki allt nýtt. Gjafirnar fara til Úkraínu og er dreift á munaðarleysingjahæli, barnaspítala og til einstæðra mæðra sem búa við sára fátækt.

 

Þriðjudaginn 5. nóv: Brautarholtssund hjá 6.-7. bekk

Miðvikudaginn 6. nóv. Tónlistarskóli Árnessyslu kemur í 1.-2. bekk

Fimmtudaginn 7. nóv. Skáklotan byrja.

föstudaginn 8. nóv. baráttudagur gegn einelti.

Þriðjudagur 22. október - Skáld í skólum

Fimmtudagur 24. október - Leikholt, skólaheimsókn

Föstudagur 25. október - Bangsa og náttfatadagur 

 

Í október fengum við heimsókn í skólann. „Hávísindalegar og trylltar tilraunir“. Linda Ólafsdóttir, teiknari og barnabókahöfundur og Vilhelm Anton Jónsson, leikari, söngvari og barnabókahöfundur komu til okkar með líflega kynningu á sögugerð þar sem ýmindunaraflið fékk að njóta sín.

 

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og mættum í bleiku fimmtudaginn 10. október.