Fimmtudaginn 14. janúar verða foreldraviðtöl í Þjórsárskóla, annað hvort í síma eða á netinu. Foreldrar skrá sig í mentor eða hafa samband við umsjónarkennara. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag. 

 

Skólinn hófst með eðlilegum hætti 5. janúar. Nú mega yngri og eldri nemendur hittast í frímínútum og matartímum. Áfram verðum mikil áhersla á handþvott og þrif í skólanum og takmarkaður aðgangur utanaðkomandi aðila inn í skólann.

Þriðjudagur 5. febrúar - Brautarholtssund 

Þá minnum við á foreldradaginn 14. janúar en líklegt er að hann verði með öðru sniði en venjulega. Nánar um það síðar. 

 

 

 

 

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.

 

Fyrsti skóladagur er 5. janúar, muna að hafa með sundföt.

Kær kveðja

Bolette

Foreldrafélagið færði skólanum á dögunum spil að gjöf. Spilin heita Manga Party og Speech og eiga eftir að koma sér vel bæði í leik og starfi. Viljum við þakka foreldrafélaginu fyrir góða gjöf.

Nú styttist í jólafrí og nokkuð er um uppbrot í vikunni.

Þriðjudagur 15. desember - Jóla göngutúr frá 9.30. Mikilvægt að koma vel klædd, fyrir langa útiveru.

Miðvikudagur 16. desember - Jóla - Jóla stöðvar fyrir hádegi. Eldra og yngra stig vinnur að jólatengdum verkefnum á stöðvum. Kennsla samkvæmt stundaskrá eftir hádegi. 

Fimmtudagur 17. desember - Jóla - Jóla stöðvar fyrir hádegi. Eldra og yngra stig vinnur að jólatengdum verkefnum á stöðvum. Í hádeginu er nemendum boðið upp á jólamat. Kennsla samkvæmt stundaskrá eftir hádegi. 

Föstudagur 18. desember - Litlu - jóli, milli kl. 10-12. Stofujól og dansað kringum jólatré. Nemendur mega koma með "sparinesti" og pakka í pakkaleik í stofunum.