Gleðilegt nýtt ár

Skólastarfið fer vel af stað í dag þann 5. janúar. Starfið verður með hefðbundnum hætti í janúar. Skólaakstur verður með hefðbundnum hætti. Við vonum að öll hafi átt ánægjulegar hátíðir og notið þess að vera í fríi með fjölskyldu og vinum. Starfsfólk Þjórsárskóla

Góð gjöf frá Kvenfélögunum okkar

Kvenfélögin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi styrkja ungmenni með gjöf á upptökubúnaði Kvenfélag Skeiðahrepps og Kvenfélag Gnúpverja hafa sameinast um að styrkja félagsmiðstöðina Ztart og Þjórsárskóla með veglegri gjöf sem felur í sér hljóðupptökubúnað, myndbandsupptökuvél og viðeigandi búnað að andvirði 360.000. Gjöfin er liður í því að efla skapandi starf barna...

Foreldraviðtöl 1. október

Foreldraviðtöl verða þann 1. október hjá öllum árgöngum nema 1. Umsjónarkennari í 1. bekk verður í skólanum og þeir foreldrar sem vilja koma og spjalla eru velkomin. Allir aðrir bóka tíma í gegnum Mentor. Bréf um það og leiðbeininar hafa verið send út. Foreldraviðtöl eru frábær tækifæri fyrir foreldra til...

Grein á Vísi.is um útileguna

Skólinn sendi frá sér grein á Vísi.is sem fjallaði um útileguna okkar. hana má lesa hér fyrir neðan: Þreytt og drullug börn Það er líklega ekkert eins vel til þess fallið að efla seiglu og þrautseigju hjá ungu fólki eins og að fara í tjaldútilegu. Því miður er staðan þannig...

Skóli hefst mánudaginn 25. ágúst

Skólasetning fór fram föstudaginn 22. ágúst þar sem að foreldrar og nemendur fengu kynningu á vetrinum og skoðuðu skólahúsnæðið eftir breytingar í sumar. Mikil ánægja var með breytingarnar og augljóst að nemendur voru orðnir óþreyjufullir að komast í skólann. Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá næsta mánuag, þann 25. ágúst. Farið verður...