Litla upplestrarkeppnin

3.-4. bekkur hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Litlu upplestrarkeppnina sem fór síðan fram í skólanum 4. maí. Börnin buðu skólasystkinum sínum á afraksturinn, en þetta er góð æfing og undirbúningur fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...

Stóra upplestrarkeppnin

Við áttum góða ferð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Arnór Ingi, Valgeir Örn og Jóhann Ívar tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig mjög vel. Gestirnir okkar sem fylgdu þeim voru sömuleiðis til fyrirmyndar.          

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]