Litla upplestrarkeppnin

3.-4. bekkur hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Litlu upplestrarkeppnina sem fór síðan fram í skólanum 4. maí. Börnin buðu skólasystkinum sínum á afraksturinn, en þetta er góð æfing og undirbúningur fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...

Stóra upplestrarkeppnin

Við áttum góða ferð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Arnór Ingi, Valgeir Örn og Jóhann Ívar tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig mjög vel. Gestirnir okkar sem fylgdu þeim voru sömuleiðis til fyrirmyndar.