Vorverk

vorverk
Fram á vor fer heimilisfræðikennslan að mestu leyti fram utandyra. Í apríl bjuggu nemendur til eldstæði  á skólalóðinni. Við eldamennskuna er bæði notast við opinn eld og gas. Í dag fóru nemendur 2. bekkjar út og bökuðu brauð á trjágreinum við opinn eld.
Í blíðunni í dag fóru 3. – 4. bekkur líka út og hlúðu að birkiplöntunum sem skólinn fékk frá Yrkjusjóði í fyrra. Plönturnar komu vel undan vetri og ætlunin er að hver nemandi fylgist sérstaklega með einu tré. Tréð verður merkt og hæð þess skráð árlega. Við byrjum í vor og berum þá húsdýraáburð á trén.

Eldri fréttir