markaður,st.uppl

Markaðskvöld – stóra upplestrarkeppnin
Miðvikudagurinn 11. mars var annasamur hjá 5. – 7. bekk. Strax eftir skóla var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir uppsveitir Árnessýslu og Flóa. Margrét Hrund og Katrín voru fulltrúar Þjórsárskóla og stóðu þær sig mjög vel. Nemendur í 5. – 6. bekk voru með kynningu á nýsköpunarverkefni sínu á hátíðinni og fengu góðar undirtektir áhorfenda. Hægt er að nálgast upplýsingar um úrslit stóru upplestrarkeppninnar og umfjöllun um hana hér
Um kvöldið var markaðskvöld 7. bekkjar sem er liður í námi þeirra í nýsköpun. Nemendur stofnuðu fyrirtæki í vetur og hafa undanfarnar vikur unnið að framleiðslu á vöru sem þeir hönnuðu. Sönn markaðstemming ríkti þegar foreldrar og aðrir í fjölskyldunni komu að versla vörur. Á undan markaðnum fóru nemendur í 5. – 6. bekk með glærukynningu á nýsköpunarverkefni sínu. Nemendur hönnuðu bíla með tveimur ólíkum drifbúnaði og að auki sögðu þeir frá bílakeppninni.