Þessa vikuna eru nemendur í 6. og 7. bekk skólans á Reykjum. Allt gengur ljómandi vel og við fáum síðan ferðasögu eftir helgi.

Miðvikudaginn 6. apríl var nemendum í 1.-4. bekk boðið að koma á leiksýningu í Leikholt, hjá Leikhópnum Lottu. Þar sýndu ævintýrapersónurnar Hrói Höttur, Þyrnirós og Bárður okkur brot af því besta úr ýmsum leiksýningum og mikið var um gleði söng og sprell. Eftir sýninguna fengu börnin að knúsa sína uppáhalds ævintýrapersónu. Takk fyrir að bjóða okkur Leikholt. 

1 2

  

Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi.  Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að útbúa og skreyta tunnurnar.  

Foreldrafélagið sá síðan til þess að allir fengu sælgæti og ávaxtasafa. Þetta var litríkur og skemmtilegur dagur og fjölmargar myndir eru komnar á heimasíðu skólans frá deginum. 

Föstudaginn 11. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var hún helguð indjánum og landnemum.

Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var í aldursblönduðum hópum á stöðvum í viku fyrir árshátíðina. Stöðvarnar voru: búningagerð, höfuðskraut og skart, veggmyndir og sviðsmynd. Þá voru söngtextar og leikrit einnig æfð daglega.

Höfundur og leikstjóri: Halla Guðmundsdóttir

Kórstjóri: Helga Kolbeinsdóttir

Hljómsveitarstjóri: Magnea Gunnarsdóttir

Hljóðfæraleikarar: Nemendur skólans

Á heimasíðu skólans má nú finna myndir frá undirbúningsvinnunni og árshátíðinni sjálfri.

 

Föstudaginn 9 október var haldin umhverfisþing á Grand Hotel í Reykjavík. Okkur í Þjórsárskóla var boðið að koma með tvo nemendur til að kynna vistheimtverkefni skólans.Það voru Kristín Huld Stefánsdóttir og Haukur Arnarsson sem héldu á þingið ásamt umsjónarkennara sínum. Hvolsskóli og Grunnskólinn á Hellu voru einnig með kynningu á samsvarandi verkefni en þeir skólar eru einnig Grænfánaskólar. Eftir kynninguna hittu nemendurnir umhverfisráðherrann okkar hana Sigrúnu Magnúsdóttur. Þeim var hrósað mikið fyrir hversu vel þau hefðu flutt kynninguna og einnig fyrir prúða framkomu. Erum við í skólanum mjög stolt af þeim. Hér er linkur á kynningu þeirra: http://streymi.nyherji.is/Mediasite/Play/918ebf2e875d468c87a1c7a872b718c11d

Nemendur í 5.6. og 7. bekk hafa nú lagt út tilraunareiti í tvö ár í röð þar sem mismunandi landgræðslu- eða vistheimtaraðgerðir eru prófaðar.
Bandaríska sendiráðið styrkir verkefnið sem felur í sér fræðslu og þekkingarsköpun meðal nemenda, kennaraog nærsamfélags skólanna, þar sem áhersla er lögð á þátttöku nemenda í rannsóknum og vistheimtaraðgerðum (endurheimt lands) auk þess sem það eflir getu Grænfánaskóla til að takast á við flóknari umhverfismál. Verkefnið er hið eina sinnar tegundar á þessu skólastigi sem vitað er um í heiminum, en það er unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og grunnskólana á Hellu, Hvolsvelli og Þjórsárskóla.