Föstudaginn 15. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Jón Odd og Jón Bjarna en Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið eftir bókum Guðrúnar Helgadóttur og leikstýrði.

Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig æfð daglega.

Árshátíðin er skemmtilegt uppbrot á skólastarfi þar sem allir leggja sitt að mörkum og vinna saman. Við erum stolt af duglegu og hæfileikaríku nemendunum okkar sem lögðu sig fram og stóðu sig með stakri prýði.

  

 

Þriðjudaginn 12.mars

Skólaakstur frestað vegna veður, athugum seina.

Skólinn byrja ekki á réttum tíma.

Þann 13. febrúar fórum við í Bláfjöll á skíði með alla nemendur í skólanum, 1.-7.bekk. Allir fóru á skíði, sumir í fyrsta skipti og voru því margir sigrar unnir þennan dag. Við fengum góða foreldra með okkur í ferðina og færum við þeim okkar bestu þakkir fyrir alla hjálpina.

Krakkarnir í fimmta bekk hafa verið að læra táknmál hjá Selmu í vetur. Mánudaginn 11. febrúar var Dagur íslenska táknmálsins og þá var settur upp táknmálsveggur í miðrými skólans. Myndir af krökkunum að segja hin ýmsu tákn voru prentuð út og hengd upp á vegg, til sýnis fyrir alla í skólanum.

Nýsköpun er hluti af smíðakennslunni í vetur.Hún byggir á því að nemendur stofna fyrirtæki, tveir eða fleiri, fá hugmynd af vöru, hanni hana, geri kostnaðaráætlun og markaðssetji. Í vor verða nemendur síðan með markað þar sem gestir fá innsýn í framkvæmdarferlið og vörurnar verða til sölu. Samhliða þessarar vinnu er hópurinn að vinna að hugmyndum til þess að senda inn í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.