Þriðjudaginn 2. júní voru skólaslit í Þjórsárskóla. Skólaslit voru óhefðbundnum hætti vegna aðstæðna í samfélaginu. Nemendur byrjuðu daginn í heimastofum með umsjónarkennurum, þar sem afhentur var vitnisburður og viðurkenningar. Þá var farið út í ratleik og þrautir og endað var á því að grilla saman. Bolette var úti með skólaslitin og afhenti  hátternisverðlaun fyrir góða félagslega færni. Á yngra stigi var það Jónas Þór sem fékk verðlaun og á eldra stiginu var það Eyþór Ingi. Óskum við þessum flottu fyrirmyndum  til hamingju.  Formlegri skólaslit voru síðan fyrir 7. bekkinn eftir hádegi og var foreldrum þeirra boðið.  7. bekkur var kvaddur og heldur nú áfram skólagöngu sinni í Flúðaskóla.

Skólasetning verður föstudaginn 21. ágúst.

Hér má sjá skóladagatal 2020 - 2021: 

Hafið það sem allra best í sumar.

   

 

Miðvikudagur - 1.maí. Almennur frídagur. Enginn skóli.

Fimmtudagur - 2. maí. 1.bekkur fer í heimsókn í Leikholt ásamt Kristínu.

Mánudagur 18. febrúar -  Miðstigsgleði 17.30 - 19.30.

Miðvikudagur 20. febrúar - Alþjóðlegur dagur félagslegs réttlætis.

Fimmtudagur 21. febrúar - 7. bekkur Flúðaskóla og skólahópur Leikholts í skólanum.

 

 

Mánudagur 4. mars - Bolludagur. Nemendur mega hafa með sér bollu í morgunkaffi. 

Þriðjudagur 5. mars - Brautarholtssund

Miðvikudagur 6. mars - Hálfur skóladagur. Öskudagsskemmtun. Allir koma í búning í skólann. Heimkeyrsla kl. 12.  

Föstudagur 8. mars - Undirbúningur fyrir árshátíð byrjar. Nemendur vinna á stöðvum. Ekki kennt eftir stundatöflu.

 

skokassar

Árlega tekur Þjórsárskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Góðar umræður spunnust í kringum þessa vinnu um kærleik og hjálpsemi og einnig hvernig hægt er að endurnýta og gefa hlutum sem við erum hætt að nota nýtt líf. Skókassarnir voru sendir af stað frá skólanum föstudaginn 4. nóvember.